2G

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

2G er skammstöfun sem á við aðra kynslóð farsímatækni (enska: second generation). Fyrstu 2G-farsímakerfi voru byggð á GSM-staðlinum og opnuð í Finnlandi árið 1991 af Radiolinja. Meðal kosta 2G-kerfa miðað við svokölluð 1G-kerfi eru stafræn dulkóðun á öllum samskiptum, aukin hagkvæmni á úthlutun útvarpstíðna, og gagnaþjónusta, en fyrsta dæmið um hana var smáskilaboð (SMS). 2G-tækni gerði farsímafyrirtækjum kleift að bjóða upp á smáskilaboð, myndskilaboð og margmiðlunarskilaboð (MMS). Öll smáskilaboð sem send eru með 2G-farsímakerfi eru stafrænt dulkóðuð sem þýðir að aðeins móttakandi skilaboðanna getur lesið þau.

Útvarpsmerki á 1G-farsímanetum eru hliðræn en á 2G-netum eru öll merki stafræn. Í báðum kerfum er notast við stafræn merki til að tengjast loftnetum við restina af símakerfinu. Nýrri tækni eins og 3G og 4G hefur leyst 2G af hólmi, en 2G-kerfi eru enn notuð víða um heiminn.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.