Þverá í Skíðadal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þverá í Skíðadal, Dalvíkurbyggð
Þverá í Skíðadal, Þverárgil og Hamrahnjúkur

Þverá í Skíðadal er bær innarlega í dalnum að vestanverðu, um 20 km frá Dalvík. Áin sem bærinn heitir eftir kemur úr Þverárdal/Kóngsstaðadal og rennur síðan niður með túninu skammt innan bæjar og fellur í Skíðadalsá. Hún er langstærsta þverá hennar. Fjallið ofan við bæinn er hið mikla fjall Stóllinn sem aðskilur Svarfaðardal og Skíðadal. Innst á honum er Hamrahnjúkur sem gnæfir yfir bænum. Bærinn er oft kallaður Þverá fram til aðgreiningar frá Þverá niður, sem er Þverá í Svarfaðardal.

Leikbrúðumeistarinn Bernd Ogrodnik og kona hans Hildur M. Jónsdóttir bjuggu á Þverá í allmörg ár um eða upp úr aldamótunum 2000 og þar urðu margar af hinum frægu brúðum meistarans til.