Þröstur Leó Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þröstur Leó Gunnarsson (fæddur 23. apríl 1961) er íslenskur leikari sem hefur leikið í mörgum kvikmyndum, til dæmis Nóa albínóa, Reykjavík Rotterdam og Brúðgumanum. Hann hefur tvisvar unnið til Edduverðlauna sem besti leikari í aukahlutverki.

Þröstur útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1985 og hóf þá störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Næstu ár tók hann þátt í flestum uppsetningum leikfélagsins, m.a. Þrúgum reiðinnar eftir John Steinbeck, Platonov eftir Anton Tsjekov, Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson og Hamlet eftir William Shakespeare. Þröstur var ógleymanlegur Hamlet árið 1988 í Iðnó og tíu árum síðar var hann frábær í hlutverki hins geðsjúka Frankós í leikritinu Trainspotting sem sýnt var í Loftkastalanum.

Upphafið af kvikmyndaferli hans var hlutverk í myndinni Eins og skepnan deyr sem Hilmar Oddsson leikstýrði árið 1986. Upp úr því birtist hann í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, líklega er hann þekktastur fyrir hlutverk sín í 101 Reykjavík sem Baltasar Kormákur leikstýrði, Nóa albínóa eftir Dag Kára og mörgum Áramótaskaupum Ríkissjónvarpsins,.

Árið 2003 vann Þröstur Leó Edduna sem besti leikari í aukahlutverki í Nóa albínóa og árið 2008 vann hann aftur sem besti leikari í aukahlutverki í Brúðgumanum.

Í maí 2009 leikstýrði hann leikritinu Við borgum ekki! Við borgum ekki! í Borgarleikhúsinu en efnistök voru íslenska fjármálahrunið og afleiðingar þess.

Kvikmynda- og sjónvarpsferill[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.