Þorsteinn Eggertsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorsteinn Eggertsson (f. 25. febrúar 1942) er myndlistarmaður, söngvari og textahöfundur. Hann var um tíma söngvari hjá KK sextettinum, söng með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík og fleiri hljómsveitum. Hann fór í myndlistanám í Kaupmannahöfn og varð 1963 fréttaritari Alþýðublaðsins í Kaupmannahöfn og þegar hann sneri heim frá námi 1965 gerðist hann blaðamaður við tvö táningatímarit og fór að semja dægurlagatexta fyrir hljómplötur að áeggjan Þóris Baldurssonar sem þá var í Savanna tríóinu. Eftir Þorsteinn liggur mikið magn dægurlagatexta en rúmlega fjögur hundruð þeirra hafa verið gefnir út á hljómplötum og geisladiskum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]