Þormóðsstaðavegur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þormóðsstaðavegur var gata í vestanverðri Reykjavík. Hann náði hér um bil frá núverandi gatnamótum Suðurgötu og Eggertsgötu í suðvestur til Þormóðsstaða. Vegstúfurinn sem liggur frá mótum Ægisíðu og Starhaga niður að Þormóðsstöðum og Lambhóli er það eina sem eftir er af Þormóðsstaðavegi, og teljast þau tvö hús standa við hann.

  Þessi sögugrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.