Þjóðhildur Jörundardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjóðhildur Jörundardóttir (10. og 11. öld) var kona Eiríks rauða. Þau bjuggu á Eiríksstöðum hjá Vatnshorni í Haukadal í Dölum og var Þjóðhildur dóttir Jörundar Úlfssonar og Þorbjargar knarrarbringu.

Þjóðhildur fluttist með Eiríki rauða og föruneyti til Grænlands um árið 985. Þegar kristni barst til Grænlands tók hún kristna trú og lét reisa kirkju, sem nefndist Þjóðhildarkirkja, og hefur haldið nafni hennar á lofti. Eiríkur rauði og Þjóðhildur eignuðust 3 syni: landkönnuðinn Leif Eiríksson, Þorvald og Þorstein.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.