Þórisvatn

Hnit: 64°14′00″N 18°55′00″V / 64.23333°N 18.91667°V / 64.23333; -18.91667
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°14′00″N 18°55′00″V / 64.23333°N 18.91667°V / 64.23333; -18.91667

Þórisvatn með Hofsjökul í baksýn.

Þórisvatn er stærsta stöðuvatn Íslands, um 86 ferkílómetrar. Það liggur milli Köldukvíslar og Hraunvatna á hálendi Rangárvallasýslu. Suður í vatnið gengur alllangur höfði, Útigönguhöfði, sem skiptir því í tvo flóa. Austan höfðans eru Austurbotnar en vestan við hann er stærsti hluti vatnsins.

Þórisvatn hefur verið miðlunarlón Vatnsfellsvirkjunar, sem er við suðurenda vatnsins, frá árinu 1971 en vatnið í það kemur úr Köldukvísl (og þar með Kvíslaveitum Þjórsár). Áður en Vatnsfellsvirkjun var byggð var Þórisvatn annað stærsta stöðuvatn landsins, á eftir Þingvallavatni, um 70 km², en í dag getur það orðið allt að 86 km². Þá var ekkert yfirborðsrennsli í vatnið heldur bara neðanjarðarlindir sem sytruðu í gegnum hraunið, mest í Austurbotn.

Mesta dýpi vatnsins er 109 metrar. Yfirborðshæð þess sveiflast um 16,5 metra eftir árstímum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.