Þórður Sturluson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórður Sturluson (11651237) var íslenskur höfðingi og goðorðsmaður á 12. og 13. öld af ætt Sturlunga, sonur Sturlu Þórðarsonar (Hvamm-Sturlu) og konu hans Guðnýjar Böðvarsdóttur. Hann var elstur af skilgetnum sonum Sturlu en albræður hans voru Sighvatur og Snorri Sturlusynir. Þórður var sá eini bræðranna sem ekki var drepinn.

Hann giftist Helgu dóttur Ara sterka Þorgilssonar, goða á Stað á Ölduhrygg á Snæfellsnesi, tók við goðorði föður hennar og settist að á Stað. Þau skildu og Þórður giftist Guðrúnu Bjarnadóttur. Sonur þeirra, Böðvar, bjó á Stað og tók við veldi föður síns. Sonur hans var Þorgils skarði Böðvarsson. Þriðja kona Þórðar var Valgerður Árnadóttir. Þórður átti einnig mörg börn með frillu sinni, Þóru, og eru þekktastir synirnir Ólafur hvítaskáld og Sturla Þórðarson sagnaritari.