Útsvar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útsvar er einnig nafn á sjónvarpsþáttum.
Útsvarshlutföll á tekjuárinu 2007

██ Hámarksútsvar (13,03%)

██ 12,44% - 13,02%

██ 11,85% - 12,43%

██ 11,25% - 11,84%

██ Lágmarksútsvar (11,24%)

Útsvar er skattur sem sveitarfélög á Íslandi innheimta af íbúum sínum. Útsvar leggst ofan á hinn almenna tekjuskatt sem einstaklingar greiða og er reiknað útfrá sama skattstofni og tekjuskatturinn. Útsvarið er greitt til þess sveitarfélags þar sem einstaklingurinn hafði lögheimili 31. desember á tekjuárinu. Lögaðilar greiða ekki útsvar.

Árið 2009 má útsvarið vera á bilinu 11,24% til 13,28% og skulu sveitarstjórnir ákveða það á hverju ári fyrir 1. desember hvert útsvarshlutfallið skuli vera á næsta tekjuári. Á tekjuárinu 2007 notuðu 61 af 79 sveitarfélögum landsins hámarksútsvarshlutfall, 3 notuðu lágmarkshlutfallið og 15 voru einhvers staðar á milli. Árið 2014 var bilinu breytt í 12,44% til 14,52%, og nýttu 58 af 74 sveitarfélögum sér hækkunina, 2 voru með lágmarksútsvarsprósentur, og 14 voru þar á milli.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]