Útivallarregla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útivallarregla er regla í knattspyrnu. Reglan er oft notuð í útsláttarkeppni þegar tapliðið dettur úr keppni. Ef jafnt er samtals bæði á heima- og útivelli liðanna þá sigrar það lið sem hefur skorað samtals fleiri mörk á útivelli samkvæmt reglunni. Reglan er meðal annars notuð í Meistaradeild Evrópu.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Lið A spilar á heimavelli sínum og sigrar lið B með stöðunni 2-1.
Lið B sigrar á sínum heimvelli 1-0.
Lið B sigrar vegna útivallarreglunnar, Lið B skoraði samtals 1 mark á útivelli en lið A skoraði ekki neitt mark.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.