Úran

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Úraníum)
  Neódym  
Próaktiníum Úran Neptúnín
   
Efnatákn U
Sætistala 92
Efnaflokkur Aktiníð
Eðlismassi 19.1 kg/
Harka
Atómmassi 238,0389[1] g/mól
Bræðslumark 1405,3 K
Suðumark 4404 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast efni
Lotukerfið

Úran[1][2] (eða úraníum[1][3] eða úranín) er silfurhvítt[1] frumefni sem flokkast sem aktiníð[1] og situr 92. sæti lotukerfisins og hefur þar af leiðandi 92 róteindir og 92 rafeindir. Því var gefið efnatáknið U.[1] Massatala úrans er 238, atómmassi þess er 238,0389[1] og þar sem það er í 92. sæti lotukerfisins þýðir það að úran hafi 146 nifteindir. Úran-238 er megin innihald sneydds úrans og er langalgengasta samsæta úrans, en um 99,284% úrans í náttúrunni er úran-238 sem hefur helmingunartíma sem spannar meira en 4 miljarða ára. Úran-235 er hins vegar næst algengasta samsæta úrans sem er aðalinnihald auðgaðs úrans.

Úran er einkum notað sem kjarnorkueldsneyti. Einnig notað sem geislahlíf gegn hágeislavirkum efnum og í fleyga skriðdrekaskota. Í fyrstu kjarnorkusprengjunni Little Boy („Smádrenginum“ eða „litla drenginum“) var úran notað sem sprengiefni.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Orðið „úran“ úr efnafræðiorðasafninu
  2. Orðið „úran“ úr eðlisfræðiorðasafninu
  3. Orðið „úraníum“ úr læknisfræðiorðasafninu

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.