Örlagasteinninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eftirlíking af steininum

Örlagasteinninn eða Scone-steinninn (enska: Stone of Scone, gelíska: An Lia Fàil, skoska: Stane o Scuin) er krýningarsteinn Skotakonunga. Steinninn er 152 kílóa aflangur sandsteinshnullungur sem hvarf úr krýningarhásætinu í Westminster Abbey á jólanótt 1950. Steinninn hafði þá verið í enskum höndum í 654 ár. Árið 1996 var steininum skilað til Skotlands á athöfn við ensku landamærin.

Steinninn var síðast notaður við krýningu Karls 3. konungs árið 2023. Steinninn var fluttur tímabundið aftur til Lundúna í tilefni af krýningunni.[1]

Munnmælasögur um steininn[breyta | breyta frumkóða]

Tvær munnmælasögur eru um steinninn. Önnur að Jakob forfaðir Ísraelsmanna hafi haft steinninn undir kodda sínum þegar hann fékk vitrun um stiga upp til himna og sá engla sem fóru upp og niður stigann. Síðar hafi steinninn borist til Egyptalands og þaðan með Gaþelusi konungssyni frá Aþenu sem kvæntist Scota,  einni af ambættum Faraós. Eftir að egypski herinn drukknaði í Rauðahafinu hafi Gaþelus og Scota farið með flokki manna meðfram norðurströnd Afríku til Njörvasunds og yfir til Spánar. Þar hafi Gaþelus stofnað konungsríki sem stóð í margra mannsaldra og var forlagasteinninn hásæti konunga þar. Síðar hafi skoskur höfðingi William Breck farið með steininn til Írlands og látið krýna sig til konungs á honum hjá Tara. Fergus Eiríksson afkomandi Símonar Breck var rekinn brott frá Írlandi árið 500 f. krist og fór þá til Argyle á Skotlandi með steininn. Steinninn var settur upp í Dunsstaffenage og voru 40 konungar krýndir á honum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hafa Skotar endurheimt krýningarstein sinn úr höndum Englendinga?“. Þjóðviljinn. 28 desember 1950. bls. 1.
  • „Krýningarsteinninn“. Lögberg. 26. júní 1902. bls. 7.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Markús Þ. Þórhallsson (28. apríl 2023). „Örlagasteinninn fluttur frá Edinborg til Lundúna“. RÚV. Sótt 6. maí 2023.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.