Ólafur Halldórsson (f. 1913)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólafur Halldórsson (21. október 191315. mars 1992) var skrifstofumaður í Reykjavík, knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Ólafur (Guðmundur) Halldórsson var yngstur tólf systkina, en þar af komust níu til fullorðinsára. Hann ólst upp á Njálsgötunni, en þaðan kom um árabil harðasti kjarninn í Knattspyrnufélaginu Fram. Ólafur starfaði mestalla tíð sem skrifstofumaður. Lengi á skrifstofu borgarstjóra en síðar hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík.

Hann var um árabil leikmaður með meistaraflokki Fram í knattspyrnu og varð Íslandsmeistari árið 1939. Formaður félagsins varð hann 1942-43, en gegndi einnig ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Til að mynda var hann um skeið fulltrúi félagsins í stjórn og varð Knattspyrnuráðs Reykjavíkur.

Ólafur var bróðir Sigurðar og Guðmundar Halldórssona, sem báðir voru einnig formenn í Fram. Lúðvík Þorgeirsson, mágur þeirra bræðra, var sömuleiðis mikill forystumaður í félaginu og formaður þess um tíma. Að auki var Ólafur kvæntur systur enn eins formanns Fram, Gunnars Nielsen.


Fyrirrennari:
Ragnar Lárusson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19421943)
Eftirmaður:
Þráinn Sigurðsson