Óendurnýjanlegar auðlindir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óendurnýjanlegar auðlindir (e. Non-renewable resources) eru stofnar eða birgðir af náttúruauðlindum sem eru varðveitanlegar, en óendurnýjanlegar. Auðlindir geta orðið óendurnýjanlegar ef gengið er um of á stofn eða birgðir þeirra, það er að auðlindin hefur ekki undan að endurnýjast í samanburði við notkun og neyslu mannfólksins. Dæmi um slíkar auðlindir eru olía og kol. Á móti, sem dæmi um endurnýjanlegar auðlindir, eru vind- og sólarorka og er það vegna þess að endurnýjanleiki þeirra getur átt sér stað í takt við notkun og neyslu.[1]

Nýting og sjálfbærni[breyta | breyta frumkóða]

Öll jarðefni eru óendurnýjanleg, heildarmagn þeirra er gefið og það verða ekki til auknar birgðir af þeim. Jarðefni skiptast í jarðefnaeldsneyti og önnur jarðefni. Jarðefnaeldsneyti eins og kol og olía eru bæði óendurnýjanleg og óendurvinnanleg. Það kostar að nýta auðlindina og breyta henni í hrávöru sem seld er á markaði. Munurinn sem skapast þar á milli kallast renta. Til að ná fram sjálfbærni við óendurnýjanlegar auðlindir þarf að nota rentuna til þess að fjárfesta í nýjum auðlindum.

Auðlindir sem búið er að nýta verða ekki nýttar aftur en það er hægt að ná fram sjálbærni með eftirfarandi leiðum:

• Með því að hugsa notkunina á tiltekinni auðlind eins og umskiptaferli, þar sem auðlindinni verður að lokum skipt út fyrir staðgönguvöru eða aðra auðlind sem meira er til af.

• Með því að nota rentuna sem skapast við nýtingu auðlindarinnar til þess að fjárfesta í öðrum tegundum auðlinda og þannig viðhalda heildarframleiðni hagkerfisins þrátt fyrir að fyrri auðlindin skerðist [2]

Dæmi um óendurnýjanlegar auðlindir[breyta | breyta frumkóða]

Jarðefnaeldsneyti[breyta | breyta frumkóða]

Jarðefnaeldsneyti eru unnin úr lífrænum efnum sem hafa myndast og verið föst á milli setlaga jarðarinnar í milljónir ára.

Hrá- og jarðolía- Er óendurnýjanleg auðlind sem hefur byggst upp í fljótandi formi í millilögum jarðskorpunnar. Sótt með því að bora ofan í jörðina og henni pumpað upp úr. Vökvinn er svo hreinsaður og nýttur í mismunandi vörur, t.d. plast, gervibragðefni, bensín, dísel og própan.

Gastegundir- Safnast saman undir jarðskorpunni og þarf einnig að bora eftir þeim. Algengustu gastengundirnar sem nýttar eru á þennan hátt eru metan og etan.

Kol- Myndað úr samþjöppuðu lífrænu efni og er sótt með námuvinnslu. Kol eru helst nýtt við kyndun húsa og í virkjunum.

Kjarnorkueldsneyti[breyta | breyta frumkóða]

Kjarnorkueldsneyti er önnur af tveimur gerðum óendurnýjanlegra auðlinda sem nýttar eru til orku. Það er sótt með námuvinnslu og hreinsun á úrani. Kjarnorkueldnseyti er mjög mikilvægt til þess að viðhalda umhverfi Jarðarinnar þar sem það er það hreinasta af öllum óendurnýjanlegu auðlindunum.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Non-renewable resources. Skoðað 14. apríl 2015
  2. Field, B. C. (2008). Natural resource economics, An introduction (Önnur útg.). New York: Irwin/McGraw-Hill.
  3. Examples of Non Renewable Resources. Skoðað 14. apríl 2015