Óþörf tvítekning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óþörf tvítekning [1] ( tátólógía eða fjölyrði[2]) (en líka upptugga, jagstagl eða tvíklifun) (fræðiheiti: tautologia) er hugtak í málfræði sem vísar til þess þegar eitthvað er endurtekið til óþurftar, t.d. þegar sama hugtak er endurtekið með samheiti eða öðru orðalagi. Hugtökin upptugga, jagstagl og tvíklifun eru í eðli sínu óþarfa tvítekningar og lýsa því ágætlega fyrirbærinu.

  • Dæmi:
Frosið svell
Svell eru alltaf frosinn, því er óþarfi að tala um frosið svell.
Andvana lík
Lík eru undantekningarlaust andvana.
Snauður fátæklingur
Fátæklingar eru snauðir samkvæmt skilgreiningu.
Sláttuorf
Orf er amboð sem eingöngu er notað til sláttu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.