Íslensk málfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk málfræði nær yfir allar þær reglur í íslensku sem gilda um uppbyggingu orða, orðasambanda og setninga. Á Íslandi er hefð fyrir forskriftarmálfræði, þar sem reglur eru lagðar fram og þær kenndar sem „rétt mál“, en meðal málfræðinga er lýsandi málfræði ríkjandi. Í lýsandi málfræði er leitast við að gera grein fyrir málinu eins og það er notað í dag. Þar af leiðandi teljast fyrirbæri svo sem þágufallssýki til viðurkenndra tilbrigða en ekki er litið á þau sem „rangt mál“.

Íslenska er beygingamál með fjórum föllum: nefnifalli, þolfalli, þágufalli og eignarfalli. Í íslensku geta nafnorð haft eitt af þremur málfræðilegum kynjum: karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn. Nafnorð, fornöfn og lýsingarorð beygjast í falli og tölu (annaðhvort eintölu eða fleirtölu). Lýsingarorð hafa bæði sterka og veika beygingu og stigbreytast (frumstig, miðstig, efsta stig).

Sagnir beygjast eftir persónu (fyrstu, annarri eða þriðju), tölu (eintölu eða fleirtölu), tíð (nútíð eða þátíð), hætti (framsöguhætti eða viðtengingarhætti) og mynd (germynd og miðmynd). Með hjálparsögnum má mynda önnur horf og myndir svo sem dvalarhorf, lokið horf og þolmynd.

Saga fræðilegrar umfjöllunar[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta skriflega umfjöllunin um íslenska málfræði sem vitað er um er Fyrsta málfræðiritgerðin. Fyrsta málfræðiritið sem gefið var út á prentuðu formi var Grammatica Islandica rudimenta (sem er latína og þýðir „grunnkennsla í íslenskri málfræði“) sem er oft stytt í Rudimenta eftir Runólf Jónsson (latínu: Runolphus Jonae) sem kom út árið 1651 og var prentað í Oxford árið 1689. Fyrsta forníslenska orðabókin var Specimen lexici runici prentuð 1650. Fyrsta orðabók nútímaíslensku var Lexicon Islandicum eftir Guðmund Andrésson.

Beygingarfræði[breyta | breyta frumkóða]

Beygingarkerfi íslensku svipar til annarra germanskra og indóevrópskra mála. Þó hafa mörg náskyld mál svo sem danska og enska glatað beygingarkerfi sínu að miklu leyti. Nafnorð beygjast í kyni, falli, tölu og ákveðni. Lýsingarorð beygjast í falli, tölu, kyni og ákveðni. Þar sem lýsingarorð eru notuð með nafnorðum eða fornöfnum hljóta þau beygingarleg atriði þaðan. Í íslensku er eingöngu ákveðinn greinir en hann er til sem viðskeyti eða sem laus greinir.

Sagnir beygjast eftir persónu, tölu, tíð, hætti og mynd.

Nafnorð[breyta | breyta frumkóða]

Skipta má nafnorðum í tvo flokka eftir því hvort stofninn endar á samhljóði (sterk nafnorð) eða sérhljóði (veik nafnorð).

Dæmi um sterka beygingu
Tala Fall Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn
Eintala Nefnifall hattur borg glas gler
Þolfall hatt
Þágufall hatti glasi gleri
Eignarfall hatts borgar glass glers
Fleirtala Nefnifall hattar borgir glös gler
Þolfall hatta
Þágufall höttum borgum glösum gler(j)um
Eignarfall hatta borga glasa gler(j)a
Dæmi um veika beygingu
Tala Fall Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn
Eintala Nefnifall bolli króna kaka auga
Þolfall bolla krónu köku
Þágufall
Eignarfall
Fleirtala Nefnifall bollar krónur kökur augu
Þolfall bolla
Þágufall bollum krónum kökum augum
Eignarfall bolla króna kak(n)a augna

Reglur[breyta | breyta frumkóða]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]