Í uppnámi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Í uppnámi var einn skákskýringaþáttur sem Ríkissjónvarpið sýndi fyrst 30. nóvember 1966 og endursýndi vorið 1967. Þáttastjórnandi var Guðmundur Arnlaugsson, rektor. Í þættinum kepptu Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson. Þátturinn var með því fyrsta sem framleitt var fyrir íslenskt sjónvarp.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.