Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkur (áður Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur, þar áður Íþrótta- og tómstundaráð, enn áður Æskulýðsráð) er starfssvið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sem skipuleggur tómstundastarf fyrir börn og unglinga, menningu og íþróttastarf í borginni. Starfsemin er umfangsmikil og nær yfir rekstur allra frístundamiðstöðva, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Reykjavík, auk Hins hússins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Að auki rekur Íþrótta- og tómstundaráð fjórar íþróttamiðstöðvar og sjö sundlaugar og ylströndina í Nauthólsvík. Sviðið sér líka um rekstur Borgarsögusafns, Borgarbókasafns og Listasafns Reykjavíkur.

Æskulýðsráð Reykjavíkur var stofnað árið 1956 og sá í fyrstu um rekstur tómstundaheimilis við Lindargötu. Árið 1964 flutti starfsemin í Fríkirkjuveg 11 sem áður hafði verið í eigu Góðtemplarareglunnar.

Sviðið sér líka um Skrekk sem er hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.