Æðruleysisbænin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Æðruleysisbænin er bæn eftir bandaríska guðfræðinginn Reinhold Niebuhr. Bænin birtist fyrst á prenti í dagblöðum í byrjun 4. áratugarins. Hún hefur verið notuð af AA-samtökunum og öðrum tólfsporasamtökum.

Bænin er þrjú erindi en fyrsta erindið er þekktast:

Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur.
Amen
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.