Ástríkur og víðfræg afrek hans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Ástríkur og víðfræg afrek hans er teiknimyndabókaflokkur sem var skapaður af rithöfundinum René Goscinny og teiknaranum Albert Uderzo fyrir teiknimyndasögublaðið Pilote.

Ástríkur og félagar hans búa í Gaulverjabæ, sem er eini hluti Gallíu (Frakklands) sem Rómarher með Júlíus Sesar í fararbroddi hefur ekki náð að yfirtaka. Þetta er sökum mikils baráttuanda íbúanna og kraftaseyðis sem Sjóðríkur seiðkarl bruggar.


Nokkrar helstu sögupersónur[breyta]

Bækur[breyta]

Ástríksbækurnar eru 34 bækur sem fjalla um Ástrík galvaska og félaga hans í Gaulverjabæ. Fjöldi þeirra voru gefnar út á íslensku á árunum 1974-1983. Þriðjungur bókanna hefur ekki komið út á íslensku.

 1. Ástríkur gallvaski (1974), Astérix le Gaulois (1959)
 2. Ástríkur og gullsigðin (1980-81), La Serpe d'or (1960-1962) *
 3. Ástríkur og Gotarnir (1977), Astérix chez les Goths (1961-1963)
 4. Ástríkur skylmingakappi (1976), Astérix gladiateur (1962-1964)
 5. Ástríkur ekur hringveginn (1982), Le Tour de Gaule d'Astérix (1963-1965)
 6. Ástríkur og Kleópatra (1974), Astérix et Cléopâtre (1963-1965)
 7. Ástríkur og bændaglíman (1975), Le Combat des chefs (1964-1966)
 8. Ástríkur í Bretalandi (1974), Astérix chez les Bretons (1965-1966)
 9. Ástríkur og víkingarnir (ekki komið út á íslensku), Astérix et les Normands (1966-1967)
 10. Ástríkur í útlendingahersveitinni (1976), Astérix légionnaire (1966-1967)
 11. Ástríkur skjaldsveinn (ekki komið út á íslensku), Le Bouclier arverne (1967-1968)
 12. Ástríkur ólympíukappi (1975), Astérix aux Jeux Olympiques (1968)
 13. Ástríkur og grautarpotturinn (1981), Astérix et le chaudron (1968-1969)
 14. Ástríkur á Spáni (1976), Astérix en Hispanie (1969)
 15. Ástríkur og rómverski flugumaðurinn (1975), La Zizanie (1970)
 16. Ástríkur með innstæðu í Heilvitalandi (1979), Astérix chez les Helvètes (1970)
 17. Ástríkur á Goðabakka (1979-80), Le Domaine des dieux (1971) *
 18. Ástríkur og lárviðarkransinn (1979), Les Lauriers de César (1971-1972)
 19. Ástríkur og falsspámaðurinn (1977), Le Devin (1972)
 20. Ástríkur á Korsíku (ekki komið út á íslensku), Astérix en Corse (1973)
 21. Ástríkur og vafasamar gjafir Sesars (1979), Le Cadeau de César (1974)
 22. Ástríkur heppni (1977), La Grande Traversée (1975)
 23. Steinríkur hf. (ekki komið út á íslensku), Obélix et compagnie (1976)
 24. Ástríkur í Belgíu (ekki komið út á íslensku), Astérix chez les Belges (1979)
 25. Ástríkur gallvaski og þrætugjá (1980), Le Grand Fossé (1980)
 26. Hrakningasaga Ástríks (1982), L'Odyssée d'Astérix (1981)
 27. Ástríkur og sonur (1983), Le Fils d'Astérix (1983)
 28. Ástríkur og töfrateppið (ekki komið út á íslensku), Astérix chez Rahàzade (1987)
 29. Ástríkur og rauðsokkurnar (ekki komið út á íslensku), La Rose et le glaive (1991)
 30. Ástríkur í Atlantis (ekki komið út á íslensku), La Galère d'Obélix (1996)
 31. Flagð undir fögru skinni (ekki komið út á íslensku), Astérix et Latraviata (2001)
 32. Skálkar á skólabekk (smásögur, ekki komið út á íslensku), Astérix et la rentrée gauloise (2003)
 33. Ástríkur og gereyðingarvopnin (ekki komið út á íslensku), Le ciel lui tombe sur la tête (2005)
 34. Afmæli Ástríks og Steinríks - Gullna bókin (ekki komið út á íslensku), L’Anniversaire d’Astérix et Obélix – Le Livre d’or (2009)
 • Birtist sem framhaldssaga í Lesbók Morgunblaðsins.

Teiknimyndir[breyta]

Gerðar hafa verið 8 Teiknimyndir í fullri lengd hafa þær allar komið út á Íslandi með Íslensku tali.

 • Ástríkur gallvaski (VHS 1990, 1996, DVD 2002), Astérix le Gaulois (1967)
 • Ástríkur og Kleópatra (VHS 1990, 1996, DVD 2002, 2004), Astérix et Cléopâtre (1968)
 • Ástríkur og þrautirnar 12 (VHS 1990, 1996, DVD 2002), Les douze travaux d'Astérix (1976)
 • Ástríkur og gjafir Sesars (1985)Astérix et la surprise de César
 • Ástríkur í Bretlandi (VHS 1996, DVD 2002), Astérix chez les Bretons (1986)
 • Ástríkur í útlendingaherdeildinni (VHS 1996, DVD 2002)
 • Ástríkur og falsspámaðurinn (VHS 2000, DVD 2002)
 • Ástríkur og víkingarnir (DVD 2006) Astérix et les Vikings ( 2006)

Kvikmyndir[breyta]

 • Ástríkur og Steinríkur : gegn Sesari (VHS 2001), Astérix et Obélix : contre César (1999)
 • Ástríkur og Kleópatra (DVD 2004), Astérix & Obélix: Mission Cléopâtre (2002)
 • Ástríkur og Ólympíuleikarnir (2008) Astérix aux Jeux Olympiques ( 2006)

Tölvuleikir[breyta]

Gerðir hafa verið fjöldamargir tölvuleikir um Ástrík og félaga. Enginn þeirra er til á íslensku.