Áslákur Ingvarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áslákur Ingvarsson (fæddur 22. nóvember 1990 í Reykjavík) er íslenskur leikari. Hann er sonur leikarahjónanna Ingvars Eggerts Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur.

Áslákur er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kaldaljós þar sem hann lék á móti föður sínum Ingvari og yngri systur sinni Snæfríði. Áslákur hefur einnig tekið þátt í uppsetningum Þjóðleikhússins á sýningum á borð við Oliver Twist.

Áslákur útskrifast frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2010. Hann hefur verið virkur í félagslífi skólans allt frá upphafi skólagöngu sinnar og einnig virkur meðlimur Hamrahlíðarkóranna.[heimild vantar] Í apríl 2010 söng hann fyrir hönd skólans í söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri og stóð sig með mikilli prýði. Hann flutti lagið Sofð þú mér hjá.