Árni Múli Jónasson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Árni Múli Jónasson (fæddur 1959) var bæjarstjóri Akraness frá 29. júlí 2010 til 7. nóvember 2012.

Árni Múli er lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann er kvæntur Arnheiði Helgadóttur sérkennara og eiga þau fjögur börn. Árni Múli starfaði sem fiskistofustjóri frá árinu 2009 en áður var hann meðal annars lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og aðstoðarfiskistofustjóri þar til hann tók við starfi fiskistofustjóra.

Árni Múli leiddi lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2013 og skipaði annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í sama kjördæmi í kosningunum 2021.